Notkunarskilmálar

Notkunarskilmálar þessir („samningurinn“) teljast vera samningur milli þín og Gira Giersiepen GmbH & Co. KG (hér eftir einnig nefnt „við“, „okkar“, „okkur“). Þessi samningur kveður á um réttindi og skyldur þínar og okkar við notkun HomeServer/FacilityServer-gáttarinnar.

Vegna stöðugrar framþróunar á tækjum okkar og netþjónustu innleiðum við endrum og eins nýja virkni og eiginleika. Af þessum sökum getur þurft að breyta samningnum og viðmiðunarreglunum svo tekið sé tillit til breyttra aðstæðna. Þess vegna geta hvenær sem er orðið breytingar á þessum samningi og viðmiðunarreglunum, og öðlast þær lagalegt gildi við birtingu á vefsvæði okkar. Að undanskildu neðangreindu tilviki taka allir breyttir skilmálar gildi 30 dögum eftir fyrstu birtingu á vefsvæði okkar. Síðari breytingar verða birtar á síðunni „Uppfærðar notkunar- og viðmiðunarreglur“, sem þú getur nálgast með tenglinum „Uppfærðar notkunar- og viðmiðunarreglur“ á síðunni „Yfirlit reiknings“, þegar þú ert innskráð(ur) í Gira-gáttinni HomeServer.gira.de eða FacilityServer.gira.de. Einnig er hægt að breyta stillingum þannig að þú fáir tilkynningu með tölvupósti í hvert skipti sem notkunar- og viðmiðunarreglur eru uppfærðar.

1. Notkunarheimild

Til að nota þjónustu okkar verður þú að skrá þig fyrir grunnreikningi. Í því skyni skal smella á valkostinn "Skráning" á HomeServer.gira.de eða FacilityServer.gira.de. Einnig er hægt að senda skráningareyðublaðið sem fylgir með tækinu með pósti eða símbréfi til Gira.
Skráning getur farið fram þegar búnaður er tekinn í notkun eða síðar. Þú getur hvenær sem er endurtekið ferlið til að breyta skráningarupplýsingum þínum. Við hverja breytingu þarf hins vegar að staðfesta upplýsingar þínar að nýju með virkjunartengli sem þú færð með tölvupósti eftir hverja breytingu á skráningarupplýsingum þínum.

Þjónusta okkar stendur aðeins einstaklingum og fyrirtækjum til boða sem geta gert samninga sem hafa lagalegt gildi á grundvelli gildandi laga. Af þessum sökum er þjónusta okkar ekki í boði fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri.

Við áskiljum okkur rétt til að veita ekki þjónustu okkar, að breyta skilyrðum fyrir notkun þinni á þjónustunni og/eða að rifta þessum samningi hvenær sem er með tilkynningu í tölvupósti. Liggi mikilvægar ástæður að baki riftunar samningsins tekur hún tafarlaust gildi. Að öðrum kosti er uppsagnarfrestur 14 dagar frá og með degi tilkynningarinnar.

2. Þjónusta

Þjónusta sem veitt er á internetinu tekur til aðgangs að notendaviðmóti HomeServer eða FacilityServer.

Fyrir einstök svæði gáttanna HomeServer.gira.de og FacilityServer.gira.de gilda hugsanlega sérstakir viðbótarskilmálar. Við innskráningu á slík svæði er notendum bent skýrt og greinilega á skilmálana fyrir þessi svæði. Þessir sérstöku skilmálar gilda þá umfram þessa skilmála fyrir notkun slíkrar þjónustu.

Við áskiljum okkur rétt til að innkalla hvenær sem er hluta af þjónustu okkar á netinu sem og umsömdum einingum ef okkur er ekki heimilt eða ekki lengur heimilt að veita afnotarétt samkvæmt þessum samningi og ekki er hægt að ætlast til þess að við greiðum fyrir réttindi til áframhaldandi notkunar.

3. Framkvæmd og leiðir til afhendingar

Þjónusta okkar er veitt yfir internetið. Notast er við samskiptareglurnar HTTP og HTTPS (HTTP með Secure Socket Layer).

4. Ábyrgð

Við skuldbindum okkur til að gera allar ráðstafanir til að sjá til þess að þjónusta okkar á netinu sé bæði nákvæm og áreiðanleg. Við berum ekki ábyrgð gagnvart þér eða þriðja aðila vegna villna, rofs, tafa, rangra gagna eða tilkynninga eða annarra bilana, án tillits til þess hvar orsökin liggur. Öll lögformleg og samningsbundin ábyrgð af okkar hálfu gildir aðeins í þeim tilvikum þar sem rekja má tjón til ásetnings eða vítaverðs gáleysis.

5. Gagnavernd

Við leggjum ríka áherslu á persónuvernd og þar með taldar persónuupplýsingar þínar meðan á notkun þinni á netþjónustunni stendur. Af þessum sökum útskýrum við í yfirlýsingu um vernd persónuupplýsinga hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar.

6. Önnur ákvæði

6.1. Um þessa notkunarskilmála sem og sambandið á milli okkar og notandans gilda án undantekningar þýsk lög.

6.2. Ef eitt eða fleiri ákvæði í notkunarskilmálum þessum eru eða verða ógild skal það ekki hafa áhrif á gildi annarra ákvæða.

6.3. Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á fyrirliggjandi notkunarskilmálum hvenær sem er og taka breyttir skilmálar þá gildi eftir breytingarnar.

3. Útgáfa frá 28. janúar 2008

Gira, Giersiepen GmbH & Co. KG,
Raflagnakerfi
Industriegebiet Mermbach
Dahlienstraße
42477 Radevormwald
Þýskalandi

Tækjagátt Gira

Efst